Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 57)

Fyrirsagnalisti

8. apríl 2013 : Ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf.

8. apríl 2013 : Aðgerðir sökum neyðarástands vegna kynferðisbrota gegn börnum

Umboðsmaður fagnar því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að verja nú þegar 79 milljónum kr. til að fjármagna forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum.

20. mars 2013 : Hádegisrabb RannUng um þátttöku barna í hönnun útikennslusvæðis

Í hádegisrabbi RannUng fimmtudaginn 21.mars mun Anna Wahlström kynna meistararitgerð sína sem fjallar um hvernig grunnþættir menntunar í nýrri aðalnámskrá leikskóla endurspegluðust í verkefni sem var unnið með aðferðir Reggio Emilia og könnunaraðferðina.

18. mars 2013 : Kynferðisbrot gegn drengjum - Málþing

Málþing um kynferðisbrot gegn drengjum verður haldið 22. mars á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Barnahús og Háskólann á Akureyri.

8. mars 2013 : Forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs - Morgunverðarfundur Náum áttum

Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 14. mars nk. Að þessu sinni er yfirskrift fundarins "Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs, hvað virkar og hvað virkar ekki?"

1. mars 2013 : Erlendir gestir á fundi ráðgjafarhópsins

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinum 13 - 18 ára, fundaði á skrifstofu embættisins í þessari viku. Á fundinum voru tvö ungmenni frá Ohio í Bandaríkjunum.

1. mars 2013 : Málþing um þjónustu- og meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með verulegan hegðunar- og/eða tilfinningavanda

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi Sjónarhóls sem haldið verður 21. mars 2013 kl.12:30-16:30. Málþingið er ætlað aðstandendum barna með sérþarfir og öllum þeim sem láta sig velferð þeirra varða. Yfirskriftin er Hvað höfum við lært? Hvert stefnum við?

28. febrúar 2013 : Frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 28. janúar 2013.

22. febrúar 2013 : Lokum kl. 14 í dag

Vegna heimsóknar starfsfólks umboðsmanns barna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans mun skrifstofan loka kl. 14 í dag. Símsvari tekur við skilaboðum.
Síða 57 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica