1. mars 2013

Erlendir gestir á fundi ráðgjafarhópsins

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinum 13 - 18 ára, fundaði á skrifstofu embættisins í þessari viku. Á fundinum voru tvö ungmenni frá Ohio í Bandaríkjunum.

Mynd af ungmennum úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barnaRáðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinum 13 - 18 ára, fundaði á skrifstofu embættisins í þessari viku. Á fundinum voru tvö ungmenni frá Ohio í Bandaríkjunum sem eru stödd hér á landi í stuttri heimsókn. Þar sem þau eru afar áhugasöm um réttindi barna voru þau í tveggja daga starfsnámi á skrifstofu umboðsmanns barna og sinntu þar ýmsum verkefnum.

Í byrjun fundarins var lögfestingu Barnasáttmálans fagnað og nýir meðlimir ráðgjafarhópsins boðnir velkomnir. Ráðgjafarnir ræddu þá ýmis málefni er varða börnin í samfélaginu t.d. reglur um klæðaburð á böllum, viðhorf til barna og unglinga, skólamál, umgengnismál og nauðsyn þess að hlustað sé á vilja barnanna sjálfra í slíkum málum.

Ráðgjafarhópurinn hefur vaxið og dafnað mjög mikið undanfarna mánuði og ár og er orðinn mjög öflugt tæki fyrir umboðsmann barna til að heyra sjónarmið barna.

Þeir sem eru á aldrinum 13-17 ára og hafa áhuga á réttinda- og hagsmunamálum barna er velkomið að gerast meðlimir í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á ub@barn.is.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica