1. mars 2013

Málþing um þjónustu- og meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með verulegan hegðunar- og/eða tilfinningavanda

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi Sjónarhóls sem haldið verður 21. mars 2013 kl.12:30-16:30. Málþingið er ætlað aðstandendum barna með sérþarfir og öllum þeim sem láta sig velferð þeirra varða. Yfirskriftin er Hvað höfum við lært? Hvert stefnum við?

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi Sjónarhóls sem haldið verður 21. mars 2013 kl.12:30-16:30. Málþingið er ætlað aðstandendum barna með sérþarfir og öllum þeim sem láta sig velferð þeirra varða. Yfirskriftin er Hvað höfum við lært? Hvert stefnum við? Á málþinginu verður fjallað um þjónustu- og meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með verulegan hegðunar- og/eða tilfinningavanda. Málþingið verður haldið á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Búið er að opna fyrir skráningu á www.sjonarholl.net  sem haldið verður fimmtudaginn 21. mars kl. 12.30 – 16.30.   

Dagskrá

12.30-12.40              Setning     
                              Ágúst Hrafnkelsson, formaður stjórnar Sjónarhóls

12.40-13.10              Verkefni Sjónarhóls: Raddir foreldra barna með verulega hegðunar- og tilfinningaörðugleika. Skýrsla Sjónarhóls kynnt. 
                               Jón Björnsson, sálfræðingur
 
13.10-13.30             Réttur barna á að þörfum þeirra sé mætt: Hvað segir  Barnasáttmálinn? Hverju mun lögleiðing Barnasáttmálans breyta? 
                              Elísabet Gísladóttir frá Umboðsmanni barna

13.30-13.55             Sjónarhóll foreldra 
                              Anna Elísabet Gestsdóttir og Sigurður Grétar Sigurðsson

13.55-14.25               Barnavernd og félagsþjónusta við börn með sérþarfir: Hvað hefur tekist vel? Hvað hefur (enn) ekki tekist? 
                                Í hverju þurfa næstu framfarir að felast?
                                Rannveig Einarsdóttir, félagsmálastjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar

14.25-14.55            Kaffi og léttar veitingar   

14.55-15.20             Sjónarhóll foreldris
                              Kristín Ósk Hlynsdóttir

15.20-15.45             Þjónusta grunnskóla við börn með sérþarfir - hvað hefur tekist vel? Hvað hefur (enn) ekki tekist? 
                              Í hverju þurfa næstu framfarir að felast?

                             Ásgeir Beinteinsson,  skólastjóri Háteigsskóla

15.45-16.10             Lausnir á vettvangi til að mæta þörfum barna með hegðunar- og  tilfinningavanda
                              Anna-Lind Pétursdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ

16.10-16.30  Í vinnslu

Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica