20. mars 2013

Hádegisrabb RannUng um þátttöku barna í hönnun útikennslusvæðis

Í hádegisrabbi RannUng fimmtudaginn 21.mars mun Anna Wahlström kynna meistararitgerð sína sem fjallar um hvernig grunnþættir menntunar í nýrri aðalnámskrá leikskóla endurspegluðust í verkefni sem var unnið með aðferðir Reggio Emilia og könnunaraðferðina.

Í hádegisrabbi RannUng  fimmtudaginn 21. mars mun Anna Wahlström kynna meistararitgerð sína sem fjallar um hvernig grunnþættir menntunar í nýrri aðalnámskrá leikskóla endurspegluðust í verkefni sem var unnið með aðferðir Reggio Emilia og könnunaraðferðina. Niðurstöðurnar varpa ljósi á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar er unnið með grunnþætti menntunar: máttur leiksins, hvernig litið er á hlutverk kennara, að börn fái tækifæri til að vinna saman í mismunandi samsettum hópum að því sem þau hafa áhuga á, að skipulag og framkvæmd séu sveigjanleg, að hugað sé að gildi útináms og að hlúð sé að fjölbreyttum leiðum barna til tjáningar

Takið með ykkur nesti og notið hádegið í vangaveltur um grunnþætti menntunar.

Hádegisrabbið verður í stofu H-208 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð kl. 12:10 – 13:00

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á heimasíðu RannUng http://www.stofnanir.hi.is/rannung/


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica