Fréttir (Síða 31)
Fyrirsagnalisti
Staða á innleiðingu Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.
Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn
Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.
Umboðsmaður barna í aldarfjórðung
Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.
Síða 31 af 31
- Fyrri síða
- Næsta síða
Eldri fréttir (Síða 56)
Fyrirsagnalisti
Námsferð til Írlands og N-Írlands
Dagana 14. – 19. apríl fór starfsfólk umboðsmanns barna í námsferð til systurembætta sinna á Írlandi og Norður Írlandi til að kynna sér starf þeirra með þátttöku barna í samfélaginu.
Morgunverðarfundir um menntun innflytjenda
Morgunverðarfundur verður haldinn föstudaginn 3. maí kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.Yfirskriftin er "Virkt tvítyngi - íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna."
Barnamenningarhátíð í Reykjavík
Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 23.-28. apríl 2013. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg!
Fyrirlestrar um ýmsa málaflokka sem snerta börn
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á viðburði sem samtökin Regnbogabörn standa fyrir í Háskólabíói, sal 1, dagana 22., 23. og 24. apríl nk.
Hádegisrabb RannUng - Börnin vilja gjarnan innrétta sjálf
Í hádegisrabbi RannUng þriðjudaginn 7. maí mun Fanný Heimisdóttir fjalla um meistararitgerð sína. Í rabbinu verður fjallað um hvernig deildarstjórarnir framselja vald yfir umhverfinu til barnanna ásamt því að fjalla um aðferðafræði rannsóknarinnar.
Breytingar á þjónustu í þessari viku
Í þessari viku mun starfsfólk embættis umboðsmanns barna vera fjarverandi vegna endurmenntunar. Þess vegna verður þjónusta skrifstofunnar í lágmarki. Talhólf verður sett upp og starfsfólk mun athuga það a.m.k. tvisvar á dag.
Málstofa um sáttamiðlun
Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd og Félagsráðgjafardeild HÍ standa fyrir málstofu mánudaginn 15. apríl kl. 12:10-13:00 á Háskólatorg, stofu 101. Í fyrirlestri sínum “Styles of Conflict Resolution” mun Caroline Schacht kynna fimm grunnaðferðir við lausn á ágreiningi og útskýra af hverju málamiðlun er ekki allaf besta lausnin til að leysa úr ágreiningi.
Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðisofbeldi
Samtökin Blátt áfram og Rannsóknastofnun í barna- fjölskylduvernd (RBF) í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi dagana 23. og 24. apríl 2013 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.
Samningur um tannlæknaþjónustu við börn
Í gær, 11. apríl 2013, var undirritaður samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. Umboðsmaður fagnar því að loksins sé biðinni eftir samningi lokið þó að hann hefði kosið að gengið hefði verið enn lengra með því að láta samninginn taka gildi strax fyrir alla aldurshópa.
Síða 56 af 111