Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 55)

Fyrirsagnalisti

3. júní 2013 : Réttur barna til að fá eigið sakavottorð án samþykkis foreldra

Umboðsmaður barna hefur sent ríkissaksóknara bréf þar sem bent er á að mikilvægt sé að hann endurskoði 8. gr. reglna nr. 680/2009 þannig að skýrt verði að börn á aldrinum 15 til 18 ára geti fengið eigið sakavottorð án samþykkis forsjáraðila.

30. maí 2013 : Barnakvikmyndahátíð

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer gríðarlega vel af stað en tæplega 3000 börn voru skráð á frísýningar fyrir öll skólastig sem haldnar eru alla virka daga á meðan hátíðinni stendur

24. maí 2013 : Dagur barnsins er á sunnudaginn

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á þessum „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum.

16. maí 2013 : Þingmenn í heimsókn

Í dag, 16. maí, bauð umboðsmaður barna nýkjörnum þingmönnum á kynningarfund á skrifstofu embættisins að Kringlunni 1. arkmiðið með boðinu var að kynna embættið og þau málefni sem helst brenna á því.

10. maí 2013 : Barnahátíð í Reykjanesbæ um helgina

Barnahátíð verður haldin í áttunda sinn í Reykjanesbæ 11. – 12. maí. Margir koma að undirbúningi hátíðarinnar og boðið verður upp á margs konar viðburði fyrir börn og foreldra.

10. maí 2013 : Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi Náum áttum miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 8:15-10.00 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er „Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna". Fjallað verður um ábyrgð fjölmiðla og foreldra auk úrræða

30. apríl 2013 : Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað

Hinn 16. apríl 2013 birti velferðarráðuneytið á heimasíðu sinni drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað til kynningar og umsagnar, sjá frétt hér. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína með tölvupósti dags. 30. apríl 2013.

30. apríl 2013 : Árangur af stuðningsúrræðum fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra - Málþing

Árlegt málþing Ís-Forsa er haldið í samstarfi við Barnaverndarstofu og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Umfjöllunarefni og yfirskrift málþingsins er árangur af stuðningsúrræðum fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra. Málþingið verður 14. maí 2013 kl. 14.00-16.00 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101.

30. apríl 2013 : Tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði hinn 4. október 2012 starfshóp til þess að leggja fram tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Nú hefur hópurinn skilað tillögum um samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum og á grunni þeirra hefur ráðherra gefið út meginviðmið um efnið.
Síða 55 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica