30. maí 2013

Barnakvikmyndahátíð

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer gríðarlega vel af stað en tæplega 3000 börn voru skráð á frísýningar fyrir öll skólastig sem haldnar eru alla virka daga á meðan hátíðinni stendur

Börn, unglingar og fjölskyldur þeirra geta notið sannkallaðrar kvikmyndaveislu í Bíó Paradís á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2013 vikuna 29. maí – 4. júní 2013.

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer gríðarlega vel af stað en tæplega 3000 börn voru skráð á frísýningar fyrir öll skólastig sem haldnar eru alla virka daga á meðan hátíðinni stendur. Fullt er út úr dyrum daglega, og börn og ungmenni eru ánægð með frábært framtak.

Umboðsmaður barna fagnar þessu framtaki hjá Bíó Paradís enda er það í anda 17. og 31. gr. Barnasáttmálans. Hér er innihald þeirra í stuttu máli:

17. grein    Aðgangur að upplýsingum
Börn skulu hafa aðgang að innlendum og erlendum upplýsingum og öðru efni sem stuðlar að alhliða þroska þeirra og sem þau njóta góðs af félagslega og menningarlega. Aðildarríkjum ber jafnframt skylda til að vernda börn fyrir efni sem skaðað getur velferð þeirra.

31. grein    Hvíld og tómstundir
Börn eiga rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum.

Nánari upplýsingar um barnakvikmyndahátíðina er að finna hér á vef Bíó Paradísar.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica