18. mars 2013

Kynferðisbrot gegn drengjum - Málþing

Málþing um kynferðisbrot gegn drengjum verður haldið 22. mars á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Barnahús og Háskólann á Akureyri.

Kynferðisbrot gegn drengjum

Málþing á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Barnahús og Háskólann á Akureyri.
 
Hvenær: Föstudaginn 22. mars 2013 kl. 13 – 16.
Hvar: HR, stofu V-101

Dagskrá

13.00 Setning málþingsins.

13.05 „Milli þess að komast yfir og lifa við liggur hundurinn grafinn." Þolandi í skáldsögu velur sér grafskrift.
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur.

13.25 Varastu ókunnuga karlmenn!
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, skýrir frá niðurstöðum rannsóknar á dómum Hæstaréttar í málum vegna kynferðisbrota gegn drengjum.

13.50 Strákar verða ekki fyrir misnotkun – bara stelpur.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við sálfræðisvið HR, fjallar um félagslega stöðu drengja sem eru þolendur kynferðisofbeldis samkvæmt  niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var meðal framhaldsskólanema á Norðurlöndum.

14.15 Strákar hrista af sér afleiðingar kynferðisofbeldis og þurfa ekki meðferð
Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og forstöðumaður Barnahúss, fjallar um drengi sem þolendur kynferðisbrota.

14.45 Kaffihlé.

15.00 Er líf eftir sálardauða?
Sigrún Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og doktorsnemi við HÍ, fjallar um heilsufar og líðan karla sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku.

15.25  Konur misnota ekki stráka. - Strákar sem eru misnotaðir af karlmönnum verða hommar. - Karlar sem verða fyrir misnotkun í æsku beita aðra kynferðisofbeldi. Er þetta rétt?
Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor í sálfræði við HR og HÍ og yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala og Anna Newton, stundakennari við sálfræðisvið HR og réttarsálfræðingur á Stuðlum.

15.50 Saga þolanda.
Gunnar Hansson.

16.10 Málþingi slitið.

 Fundarstjóri: Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica