8. apríl 2013

Aðgerðir sökum neyðarástands vegna kynferðisbrota gegn börnum

Umboðsmaður fagnar því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að verja nú þegar 79 milljónum kr. til að fjármagna forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum.

Umboðsmaður fagnar því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að verja nú þegar 79 milljónum kr. til að fjármagna forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Þá hefur ríkisstjórnin lagt til að 110 milljón kr. aukafjárveiting verði varið í kaup á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis. Samanlagt er um að ræða 189 milljónir kr.

Hér í frétt á vef forsætisráðuneytisins er frétt um þetta góða framtak en neðst í fréttinni er hægt að opna skýrslu samráðshóps forsætisráðherra um samhæfða framkvæmd stjórnvalda við að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum börn.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica