Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 45)

Fyrirsagnalisti

3. september 2014 : Tengslafundur fyrir félagasamtök

Öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna er boðið að senda fulltrúa á tengslafund miðvikudaginn 17. september nk. kl. 14:00-16:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

2. september 2014 : Kynningar

Hægt er að panta kynningu með því að senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is eða hringja í síma 552-8999. Vikurnar 6. – 10. og 13. – 17. október 2014 mun umboðsmaður leggja áherslu á að sinna aðilum sem staðsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins.

29. ágúst 2014 : Forsætisráðherra í heimsókn

Í gær kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ásamt nokkrum samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu, í heimsókn til umboðsmanns barna.

28. ágúst 2014 : Norrænn fundur á Grænlandi

Markmið fundarins var að heyra hvað hin norrænu embætti hafa verið að fást við undanfarið ár og miðla þekkingu og upplýsingum um nýjungar og verkefni sem miða að aukinni vernd, þátttöku og jafnræði barna.

15. ágúst 2014 : Ábyrgð foreldra framhaldsskólanema

Foreldrum er skylt samkvæmt 28. gr. barnalaga að sjá til þess að börn njóti menntunar og starfsþjálfunar í samræmi við hæfileika þeirra og áhugamál og nái þannig að þroska hæfileika sína á þann máta sem best hentar hverju barni.

14. ágúst 2014 : Um sundkennslu í grunnskólum

Ef nemendur eru fleiri en 15 í sundtíma þá gerir mennta- og menningarmálaráðuneytið þá kröfu að kennari hafi með sér aðstoðarmann í sundtímanum.

3. júlí 2014 : Fjölskyldustefnur á Norðurlöndunum og velferð barna - Ráðstefna

Ráðstefna um velferð barna og fjölskyldna verður haldin 5. september 2014, í Nauthóli, Reykjavík. Ráðstefnan er öllum opin og gjaldfrjáls.

1. júlí 2014 : Barnaverndarþing í september

Barnaverndarstofa stendur fyrir Barnaverndarþingi, ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september n.k., undir yfirskriftinni „Réttur til verndar, virkni og velferðar" sem vísar til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

20. júní 2014 : Framkvæmd breytinga á barnalögum

Umboðsmaður barna hefur sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem hann hvetur ráðherra til að fylgjast með því að þær breytingar sem gerðar voru á barnalögum í byrjun síðasta árs komi að fullu til framkvæmda.
Síða 45 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica