Fréttir (Síða 31)
Fyrirsagnalisti
Staða á innleiðingu Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.
Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn
Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.
Umboðsmaður barna í aldarfjórðung
Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.
Síða 31 af 31
- Fyrri síða
- Næsta síða
Eldri fréttir (Síða 44)
Fyrirsagnalisti
Verður áfengi á nýja nammibarnum? - Morgunverðarfundur
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðum morgunverðarfundi sem haldinn verður miðvikudaginn 1. október nk. Fundarefnið er nýtt frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum og hagsmunir barna.
Drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga
Innanríkisráðuneytið óskaði eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga í frétt á vef ráðuneytisins dags. 5. september 2014. Umboðsmaður barna sendi ráðuneytinu umsögn með tölvupósti dags. 23. september 2014.
Nafnbreytingar barna - Bréf
Umboðsmaður barna hefur sent Þjóðskrá Íslands bréf þar sem hann spyr nokkurra spurninga um nafnbreytingar barna og rétt þeirra til að tjá sig og hafa áhrif á eigin málefni.
Tillögur starfshóps um málefni frístundaheimila í grunnskólum að lagabreytingum á grunnskólalögum nr. 91/2008
Umboðsmanni barna gafst tækifæri til að koma með athugasemdir um tillögur starfshóps menntamálaráðuneytisins um málefni frístundaheimila í grunnskólum að lagabreytingum á grunnskólalögum nr. 91/2008. Umsögn sína sendi umboðsmaður í tölvupósti dags. 12. september 2014
Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt á vef sínum nýja handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum. Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um leikskólann og umhverfi hans.
Börn foreldra á leigumarkaði
Umboðsmaður barna telur brýnt að bæta húsnæðismálin hér á landi, meðal annars með því að styrkja stöðu foreldra á leigumarkaði. Yfirvöldum ber að setja hagsmuni barna í forgang og sjá til þess öll börn og fjölskyldur þeirra hafi tök á því að búa við aðstæður þar sem öryggi, stöðugleiki og velferð þeirra eru tryggð.
Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks - Yfirlýsing umboðsmanna barna á Norðurlöndum
Börn sem búa við ofbeldi og vanrækslu verða að geta treyst því að skólahjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólks sem annast börn hafi getu til að sjá vandamálið og bregðast við því. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að tilkynningarskylda til barnaverndar sé virt í framkvæmd.
Mat á vellíðan og námi í leikskóla - málþing
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi RannUng sem haldið verður 25. september nk. en þar verður fjallað um mat á vellíðan og námi barna í leikskóla.
Síða 44 af 111