1. júlí 2014

Barnaverndarþing í september

Barnaverndarstofa stendur fyrir Barnaverndarþingi, ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september n.k., undir yfirskriftinni „Réttur til verndar, virkni og velferðar" sem vísar til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Barnaverndarstofa stendur fyrir Barnaverndarþingi, ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september n.k., undir yfirskriftinni „Réttur til verndar, virkni og velferðar" sem vísar til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi á síðasta ári. Ráðstefnan er öllum opin og hefur að markmiði að leiða saman fagstéttir og aðra sem tengjast  barnavernd í víðum skilningi.

Aðalfyrirlesarar verða Trond Waage alþjóðlegur sérfræðingur um réttindi barna og fyrrum umboðsmaður barna í Noregi, Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og nýkjörinn formaður Lanzarote nefndar Evrópuráðsins, Henrik Andershed prófessor í sálfræði við háskólann í Örebro í Svíþjóð og Bernadette Christensen fagstjóri hjá Atferdssenteret i Noregi.

Fjölbreyttar málstofur og umræður um:

  • Snemmbæra íhlutun
  • Forvarnir og meðferð vegna ofbeldis
  • Meðferð hegðunar- og vímuefnavanda
  • Börn í fóstri
  • Hlutverk og samvinnu stofnana
  • Innleiðingu gagnreyndra aðferða
  • Mikilvægi vandaðrar málsmeðferðar

Opnað verður fyrir skráningu 15. ágúst n.k. Nánari upplýsingar á www.bvs.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica