29. ágúst 2014

Forsætisráðherra í heimsókn

Í gær kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ásamt nokkrum samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu, í heimsókn til umboðsmanns barna.

Forsaetisradherra I Heimsokn

Í gær kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ásamt nokkrum samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu, í heimsókn til umboðsmanns barna.

Það var ánægjulegt að fá tækifæri til þess að ræða við forsætisráðherra og starfsfólk hans um störf umboðsmanns og réttindi barna. Mikið var rætt um rétt barna til þátttöku og var forsætisráðherra hvattur til þess að beita sér fyrir því að börn fái frekari tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri áður en teknar eru ákvarðanir sem varða þau með einum eða öðrum hætti. Forsætisráðherra tók undir mikilvægi þess að tryggja rétt barna til þess að taka þátt í samfélaginu og tók vel í hugmyndir umboðsmanns. 

Á vef forsætisráðuneytisins má finna frétt um heimsóknina. Þar er vitnað í forsætisráðherra, sem segir að það hafi verið „ánægjulegt að fá að hitta starfsfólk umboðsmanns barna og fræðast um það áhugaverða starf sem þar fer fram og þá áherslu sem lögð er á að raddir barna fái að heyrast. Það var ánægjulegt að sjá hve hlý og notaleg húsakynni umboðsmanns eru og móttökur voru í samræmi við það.“


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica