Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 74)

Fyrirsagnalisti

16. janúar 2012 : Er barnalýðræði á Íslandi? - Málþing

Þroskaþjálfafélag íslands stendur fyrir áhugaverðu málþingi dagana 26. og 27. janúar á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskriftin er Er barnalýðræði á Íslandi? Í kjölfar málþingsins verður svo haldin ráðstefnan Velferð á óvissutímum.

3. janúar 2012 : Innritunarreglur í framhaldsskóla skortir lagastoð

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að regla sem menntamálaráðherra ákvað að yrði fylgt við innritun nemenda í framhaldsskóla á skólaárinu 2010/2011 hefði ekki haft lagastoð.

28. desember 2011 : Þjónusta við börn með skertan málþroska

Í svari frá menntamálaráðuneytinu við bréfi umboðsmanns barna kemur fram að vænta megi bættrar þjónustu til handa börnum með skertan málþroska vegna heyrnarleysis eða heyrnarskerðingar.

27. desember 2011 : Strætó býður börnum á grunnskólaaldri sömu kjör og framhaldsskólanemum

Eftir að hafa fengið ábendingu frá umboðsmanni barna ákvað Strætó bs. að bjóða börnum á grunnskólaaldri að kaupa nemakort á sömu kjörum og framhaldsskólanemar eiga kost á. Með þessari breytingu njóta öll börn því sömu kjara nema börn á aldrinum 0-6 ára ferðast endurgjaldslaust með strætó.

23. desember 2011 : Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óska öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

22. desember 2011 : Frá SAMAN-hópnum

Nú þegar jól og áramót nálgast viljum við í SAMAN-hópnum minna á mikilvægi samveru fjölskyldunnar um hátíðirnar. Samverustundir fjölskyldna eru dýrmætar og stuðla að heilbrigðum samskiptum og líferni.

19. desember 2011 : Túlkun menntamálaráðuneytisins á orðalaginu "að vera undir áhrifum vímuefna á skólatíma"

Mennta- og menningarmálaráðuneyti barst fyrirspurn um túlkun á ákvæði 4. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 1040/2011, um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum. Ráðuneytið túlkar ákvæðið þannig að miða skuli við að ljóst sé af útliti eða framkomu að nemandinn sé undir áhrifum vímuefna.

14. desember 2011 : Efni frá málþingi um eflingu foreldrafærni

Hinn 18. nóvember sl. stóð Heimili og skóli fyrir málþingi undir yfirskriftinni „FORELDRADAGURINN 2011 – FORELDRAFÆRNI“.

14. desember 2011 : Samvera um hátíðirnar

Sú hátíð sem nálgast er fjölskylduhátíð og hvetur umboðsmaður því fjölskyldur til að njóta þess að vera saman.
Síða 74 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica