22. desember 2011

Frá SAMAN-hópnum

Nú þegar jól og áramót nálgast viljum við í SAMAN-hópnum minna á mikilvægi samveru fjölskyldunnar um hátíðirnar. Samverustundir fjölskyldna eru dýrmætar og stuðla að heilbrigðum samskiptum og líferni.

Nú þegar jól og áramót nálgast viljum við í SAMAN-hópnum minna á mikilvægi samveru fjölskyldunnar um hátíðirnar. Samverustundir fjölskyldna eru dýrmætar og stuðla að heilbrigðum samskiptum og líferni. Auk þess sýna íslenskar  kannanir að börn og ungmenni vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum en þau gera.

Verum samstíga um að gera gamlárskvöld að hátíðarkvöldi þar sem öll fjölskyldan skemmtir sér vel saman. Með því sjáum við til þess að börnin okkar eigi góðar og jákvæðar minningar frá þessum tímamótum. Mikilvægt er að virða útivistarreglur, standa saman gegn eftirlitslausum unglingapartíum og að vera í góðu sambandi við foreldra annarra barna og ungmenna.   
 
Með samstilltu átaki geta foreldrar séð til þess að gera aðventu, jól og áramót að friðsælli fjölskylduhátíð.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár
           
SAMAN- hópurinn

Sjá hér veggspjald: Samvera er besta jólagjöfin.

Sjá hér veggspjald: Gaman saman um áramótin.


 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica