Fréttir (Síða 31)
Fyrirsagnalisti
Staða á innleiðingu Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.
Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn
Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.
Umboðsmaður barna í aldarfjórðung
Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.
Síða 31 af 31
- Fyrri síða
- Næsta síða
Eldri fréttir (Síða 42)
Fyrirsagnalisti
Barnasáttmálinn í myndum - Veggspjald
Í tilefni að 25 ára afmæli Barnasáttmálans 20. nóvember 2014 hefur umboðsmaður barna gefið út veggspjald sem ætlað er börnum á leikskólaaldri og börnum í yngri bekkjum grunnskóla. Á veggspjaldinu eru myndir sem eiga að útskýra innihald Barnasáttmálans.
Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál.
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 10. nóvember.
Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti 7. nóvember 2014.
Tillaga til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 4. nóvember 2014.
Sjálfstæð kæruheimild fyrir börn
Í gær, 28. október, skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum undir sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi þess að Norðurlöndin fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem veitir börnum og fulltrúum þeirra sjálfstæðan kærurétt til Barnaréttarnefndarinnar.
Opinber umfjöllun um börn - Morgunverðarfundur
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á morgunverðarfundi Náum áttum miðvikudaginn 29. október nk. á Grand hótel. Umræðuefnið er ábyrgð fjölmiðla og foreldra þegar kemur að opinberri umfjöllun um börn.
Aðbúnaður barna á unglingadeildinni á Vogi
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sendi Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda umboðsmanni barna erindi þar sem fram kemur að félagið hafi áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna. Umboðsmaður barna hefur svarað erindi Rótarinnar.
Síða 42 af 111