4. nóvember 2014

Tillaga til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 4. nóvember 2014.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um  tillögu til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti  dags. 4. nóvember 2014.

Skoða tillögu til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

 

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis

Reykjavík 4. nóvember 2014
UB:1411/4.1.1

 Efni: Tillaga til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um stofnun samþykkisskrár, 22. mál.

Í athugasemdum með tillögunni er vísað til þess hversu mikilvægur sjálfsákvörðunarrétturinn er í lýðræðislegu samfélagi. Umboðsmaður barna telur mikilvægt að nefna sjálfsákvörðunarrétt barna sérstaklega, en mikilvægt er að virða stigvaxandi rétt barna til þess að taka eigin ákvarðanir, sbr. meðal annars 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013

Nú fyrir stuttu var á heimasíðu landlæknis hægt að skrá afstöðu sína til líffæragjafar sem er sambærileg skráning um um ræðir í tillögunni. Ekki hefur beinlínis verið tekið á því við hvaða aldur börn mega sjálf skrá sig í þennan gagnagrunn. Sömuleiðis hafa vaknað spurningar um það hvort foreldrar geti skráð börn sem þeir eru með forsjá yfir. Ef ofangreind tillaga verður samþykkt er mikilvægt að taka afstöðu til slíkra álitaefna, með hagsmuni barna að leiðarljósi. Í þessu sambandi má benda á að börn verða sjálfstæðir þjónustuþegnar innan heilbrigðiskerfisins við 16 ára aldur, sbr. 26. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Er því eðlilegt að börn geti að minnsta kosti sjálf skráð sig í samþykkisskrár frá 16 ára aldri, til dæmis hvað varðar líffæragjafir.

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica