Fréttir (Síða 31)
Fyrirsagnalisti
Staða á innleiðingu Barnasáttmálans
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.
Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn
Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.
Umboðsmaður barna í aldarfjórðung
Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.
Síða 31 af 31
- Fyrri síða
- Næsta síða
Eldri fréttir (Síða 41)
Fyrirsagnalisti
Heimsókn á Stuðla
Starfsfólk umboðsmanns barna heimsótti í dag meðferðarstöðina Stuðla. Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að ræða við starfsfólk Stuðla um stöðu meðferðarmála fyrir börn og Íslandi og skoða þær breytingar sem voru nýlega gerðar á húsnæðinu.
Nafnbreytingar og hagsmunir barna
Umboðsmaður barna hefur sent Þjóðskrá Íslands bréf þar sem hvetur stofnunina til þess að setja hagsmuni barna ávallt í forgang þegar tekin er afstaða til umsóknar um nafnbreytingu.
Tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 12. desember 2014.
Tillaga til þingsályktunar um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði, 209. mál.
Umboðsmanni barna barst til eyrna að tillaga til þingsályktunar um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði hafi verið lögð fram. Þar sem umboðsmanni barna er annt um þetta málefni vvildi hann veita umsögn um tillöguna.
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015
Umboðsmaður barna ákvað að senda Fjárlaganefnd Alþingis athugasemdir sínar vegna fyrirliggjandi fjárlagafrumvarps fyrir árið 2015. Umsögn sína sendi umboðsmaður barna í tölvupósti dags. 28. nóvember.
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál.
Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna umtillögu til þingsályktunar um um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti 28. nóvember 2014.
Eru jólin hátíð allra barna? - Morgunverðarfundur
Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðum morgunverðarfundi á miðvikudaginn nk. þar sem fjallað verður um það hvernig börn upplifa jólin á mismunandi hátt. Erindin sem flutt verða fjalla um áfengisneyslu foreldra, markaðssetingu jólannna og jólahald í stjúpfjölskyldum.
Þingmenn gerast talsmenn barna
Á afmælishátíð Barnasáttmálans skrifaði hópur þingmanna undir yfirlýsingu um að gerast talsmenn barna á Alþingi og hafa þannig réttindi og velferð barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku og lagasetningu.
Ungmenni funda með ríkisstjórn
Fulltrúar úr ungmennaráðum Barnaheilla, UNICEF og umboðsmanns barna hittu í morgun ráðherra á fundi í Stjórnarráðinu. Fundurinnvar hluti af dagskrá í tilefni 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnað verður á fimmtudaginn nk.
Síða 41 af 111