10. desember 2014

Tillaga til þingsályktunar um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði, 209. mál.

Umboðsmanni barna barst til eyrna að tillaga til þingsályktunar um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði hafi verið lögð fram. Þar sem umboðsmanni barna er annt um þetta málefni vvildi hann veita umsögn um tillöguna.

Umboðsmanni barna barst til eyrna að tillaga til þingsályktunar um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði hafi verið lögð fram. Þar sem umboðsmanni barna er annt um þetta málefni vvildi hann veita umsögn um tillöguna.Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti 10. desember 2014.

Skoða tillögu til þingsályktunar um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði, 209. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Allsherjar- og menntamálanefnd

Reykjavík, 10. desember 2014
UB:1412/4.1.1

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði, 209. mál.

Umboðsmanni barna hefur borist til eyrna að tillaga til þingsályktunar um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði hafi verið lögð fram. Þar sem umboðsmanni barna er annt um þetta málefni vill hann gjarnan veita umsögn um ofangreinda tillögu.

Umboðsmaður barna styður tillöguna og vonar að hún verði samþykkt á Alþingi. Hávaði í leik- og grunnskólum er falið vandamál sem fáir eru meðvitaðir um. Alvarleiki vandans og afleiðingar fyrir börn geta hins vegar verið miklar og því er mikilvægt að vinna að nauðsynlegum úrbótum til að börn njóti þeirrar verndar sem þau eiga rétt á.

Í lok árs 2012 sendi umboðsmaður barna bréf til menntamálaráðherra þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af hljóðvist í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum og afleiðingum hávaða fyrir nám, málþroska og heilsu barna. Umboðsmaður barna gerir kröfu um að börnum verði tryggð í lögum a.m.k. sama vernd og fullorðnum og að sambærileg úrræði verði til staðar til að láta kanna og bæta hljóðvist á vinnustöðum þeirra. Þá er mikilvægt að mælingar séu miðaðar við börn og taki sérstakt tillit til heyrnar og hljóðnæmni barna sem og þeirrar starfssemi sem fram á að fara í leik- og grunnskólum. Bréfið má finna hér að neðan.

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica