6. nóvember 2014

Afmæli Barnasáttmálans nálgast

Hopur Af BoernumNú styttist í 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en það er 20. nóvember næstkomandi.

Til að fagna afmælinu hafa ýmsir aðilar skipulagt viðburði eða verkefni sem eiga að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi hans fyrir börn. Þegar skólar, frístundaheimili, stofnanir,  félagasamtök og fleiri skipuleggja hvernig best sé að halda upp á afmælið er mikilvægt að börnin sjálf fái að vera með í ráðum og hafa sem mest áhrif á það hvað verður gert.

Nýlega sendi menntamálaráðherra bréf til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, sveitarfélaga og ýmissa annarra þar sem hann hvetur til þess að haldið verði upp á tímamótin og athygli barna vakin á Barnasáttmálanum og gildi hans.

Í lokin má benda á að Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin hafa efnt  til ljósmyndasamkeppni á Instagram með þemanu „réttindi“. 

Hér eru upplýsingar um Barnasáttmálann og þýðingu hans. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica