13. nóvember 2014

Barnasáttmálinn í myndum - Veggspjald

Í tilefni að 25 ára afmæli Barnasáttmálans 20. nóvember 2014 hefur umboðsmaður barna gefið út veggspjald sem ætlað er börnum á leikskólaaldri og börnum í yngri bekkjum grunnskóla. Á veggspjaldinu eru myndir sem eiga að útskýra innihald Barnasáttmálans.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verður 25 ára 20. nóvember nk. Haldið verður upp á tímamótin og mikilvægi Barnasáttmálans með ýmsum hætti í skólum, frístundaheimilum og víðar. Umboðsmaður barna tekur þátt í gleðinni og hefur m.a. gefið út veggspjaldið Barnasáttmálinn í myndum.

Barnasattmalinn I Myndum Minnkad

Með því að smella á myndina  opnast veggspjaldið sem JPG skjal.

Fyrir nokkrum árum gáfu umboðsmaður barna, UNICEF, Barnaheill og Námsgagnastofnun út tvær tegundir af veggspjöldum með efni Barnasáttmálans og bæklinga ásamt því að opna vefinn barnasattmali.is. Nú vill umboðsmaður barna  beina sjónum að yngstu börnunum og reyna að koma til móts við þarfir þeirra með því að gera sem minnst úr texta og mest úr myndum. 

Til að byrja með verður veggspjaldinu sent í pósti til allra leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og heilsugæslustöðva. Þeir sem vilja fleiri veggspjöld geta komið á skrifstofu umboðsmanns barna og sótt sér eintök eða óskað eftir því að fá þau send. Hægt er að fá veggspjöldin óbrotin á skrifstofunni en einungis er hægt að póstleggja samanbrotin eintök.

Hér eru meiri upplýsingar um veggspjaldið og leiðbeiningar um notkun þess.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica