Fréttir (Síða 22)

Fyrirsagnalisti

22. janúar 2022 : Villandi upplýsingar í dreifingu

Af gefnu tilefni skal tekið fram að upplýsingablað sem verið er að dreifa í heimahús og vefsíða sem fram er sett í nafni ”Bólusetningaráðs” er ekki á vegum embættis umboðsmanns barna né annarra opinberra aðila. 

21. janúar 2022 : Frásagnir barna af covid

Umboðsmaður heldur áfram að safna frásögnum barna um reynslu þeirra af því að vera börn á tímum heimsfaraldurs. Að þessu sinni er sjónum beint að að sóttkví, sýnatökum og einangrun. 

18. janúar 2022 : Menntun barna í faraldri

Umboðsmaður barna sendi bréf til menntamálaráðuneytis vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður.

17. janúar 2022 : Enn um sýnatökur

Embættið hefur fengið fleiri ábendingar varðandi framkvæmdar pcr-sýnatakna á börnum. Bréfaskriftir halda því áfram til viðeigandi aðila. 

14. janúar 2022 : Strætó og sýnatökur

Umboðsmaður barna hafa borist svör við bréfum sem embættið sendi til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Strætó BS. Erindi snúa annars vegar að hækkun á árskorti ungmenna og að sýnatökum á börnum hins vegar.  

12. janúar 2022 : Um forvarnir í skólum

Skólar eru kjörinn vettvangur til forvarnarstarfs að því gefnu að það sé í höndum fagmenntaðs starfsfólk og byggi á gagnreyndum aðferðum, sem bera raunverulegan árangur. Forvarnastarf í skólum á að byggja á stefnu sem hefur verið kynnt öllum aðilum skólasamfélagsins.

11. janúar 2022 : Framkvæmd sýnatöku

Umboðsmanni barna hafa borist ábendingar sem snúa að framkvæmd pcr-sýnatöku á börnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í kjölfar þeirra ábendinga sendi embættið bréf til forstjóra HSS þar sem þær voru áréttaðar.

4. janúar 2022 : Mikilvægt framlag barna í heimsfaraldri

Eftirfarandi grein eftir Salvöru Nordal, umboðsmann barna, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 3. janúar. Í greininni er meðal annars fjallað um nauðsyn þess að lagt sé mat á þau áhrif sem stjórnvaldsaðgerðir hafa á börn.

31. desember 2021 : Sýnataka á börnum

Embættinu hafa borist fjölmargar ábendingar sem varða framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum. Umboðsmaður kom þeim ábendingum áleiðis í bréfi til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Síða 22 af 32

Eldri fréttir (Síða 22)

Fyrirsagnalisti

26. maí 2017 : Helstu áhyggjuefni 2017 - ný skýrsla

Umboðsmaður barna hefur gefið út samantekt um þau áhyggjuefni sem hafa brunnið á embættinu síðustu ár. Tilefnið eru starfslok Margrétar Maríu sem lýkur skipunartíma sínum í lok júní á þessu ári. Í samantektinni er fjallað um þær athugasemdir sem umboðsmaður telur brýnast að koma á framfæri á þeim tímamótum sem nú standa yfir.

22. maí 2017 : Umboðsmaður barna í fortíð, nútíð og framtíð - málþing

Umboðsmaður barna efnir til málþings um embættið í fortíð - nútíð og framtíð. Málþingið er haldið í samstarfi við forsætisráðuneytið og Þjóðminjasafnið og verður haldið miðvikudaginn 24. maí milli kl. 13:30 og 16:00 í sal Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41.

17. maí 2017 : Tillaga flokkahóps jafnaðarmanna í Norðurlandaráði um vaxandi andlega vanlíðan barna og ungmenna á Norðurlöndum

Umboðsmanni barna barst umsagnarbeiðni frá Íslandsdeild Norðurlandaráðs fyrir hönd velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Óskað var eftir umsögn um tillögu flokkahóps jafnaðarmanna í Norðurlandaráði um „vaxandi andlega vanlíðan barna og ungmenna á Norðurlöndum“. Tillaga var send til umsagnar í öllum norrænu löndunum.

12. maí 2017 : Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 12. maí 2017.

12. maí 2017 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 12. maí 2017.

12. maí 2017 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir (rafsígarettur)

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á lögum breytingu á lögum nr. 6/2002 (rafsígarettur), 431. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 10. maí 2017.

3. maí 2017 : Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar, 378. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 3. maí 2017.
Síða 22 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica