Fréttir (Síða 22)

Fyrirsagnalisti

12. nóvember 2021 : Barnaþingi frestað

Vegna aukinna Covid-19 smita í samfélaginu og hertra samkomutakmarkana hefur barnaþingi í Hörpu 2021 verið frestað.

8. nóvember 2021 : Opið hús í nýju húsnæði

Opið hús var hjá embættinu á föstudaginn 5. nóvember í tilefni af flutningum í Borgartún 7b. 

8. nóvember 2021 : Fundur um sóttvarnir á barnaþingi

Umboðsmaður barna átti fund í dag með staðgengli sóttvarnalæknis í dag. Umræðuefni fundarins voru sóttvarnaráðstafanir á barnaþingi sem fer fram í Hörpu síðar í nóvember. 

29. október 2021 : Síminn í ólagi

Embættið hefur nú flutt skrifstofuna sína á nýjan stað í Borgartúni 7b. Við það tækifæri var símkerfið endurnýjað en sá flutningur hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Unnið er að því að koma símanum í lag. 

25. október 2021 : Þátttaka barna

Umboðsmaður barna og fulltrúi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna tóku þátt í rafrænni ráðstefnu um þátttöku barna. Á fundinum ræddu þau meðal annars um þær áskoranir sem felast í þátttöku barna og hve nauðsynlegt er að börn taki virkan þátt í samfélaginu og hafi áhrif á það.

6. október 2021 : Salvör kjörin formaður ENOC

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, var kjörinn formaður ENOC samtaka umboðsmanna barna í Evrópu, á ársfundi samtakanna þann 29. september sl. Salvör tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári en sá fundur verður haldinn í Reykjavík. 

27. september 2021 : Skrifstofan flytur

Vegna flutnings á skrifstofu umboðsmanns barna úr Kringlunni 1 mun starfsemi hennar vera skert fram til 1. október nk. 

27. september 2021 : Úrslit Krakkakosninga

Krakkakosningar fóru fram í mörgum grunnskólum landsins í liðinni viku. Úrslit þeirra voru kynnt á kosningavöku RÚV laugardaginn 25. september. 

17. september 2021 : Kosið fyrir framtíðina

Vel heppnaður kosningafundur barna var haldinn í gær í Hörpu. Á fundinum spurðu börn frambjóðendur spjörunum úr um málefni sem snúa að börnum.

Síða 22 af 30

Eldri fréttir (Síða 22)

Fyrirsagnalisti

26. maí 2017 : Helstu áhyggjuefni 2017 - ný skýrsla

Umboðsmaður barna hefur gefið út samantekt um þau áhyggjuefni sem hafa brunnið á embættinu síðustu ár. Tilefnið eru starfslok Margrétar Maríu sem lýkur skipunartíma sínum í lok júní á þessu ári. Í samantektinni er fjallað um þær athugasemdir sem umboðsmaður telur brýnast að koma á framfæri á þeim tímamótum sem nú standa yfir.

22. maí 2017 : Umboðsmaður barna í fortíð, nútíð og framtíð - málþing

Umboðsmaður barna efnir til málþings um embættið í fortíð - nútíð og framtíð. Málþingið er haldið í samstarfi við forsætisráðuneytið og Þjóðminjasafnið og verður haldið miðvikudaginn 24. maí milli kl. 13:30 og 16:00 í sal Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41.

17. maí 2017 : Tillaga flokkahóps jafnaðarmanna í Norðurlandaráði um vaxandi andlega vanlíðan barna og ungmenna á Norðurlöndum

Umboðsmanni barna barst umsagnarbeiðni frá Íslandsdeild Norðurlandaráðs fyrir hönd velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Óskað var eftir umsögn um tillögu flokkahóps jafnaðarmanna í Norðurlandaráði um „vaxandi andlega vanlíðan barna og ungmenna á Norðurlöndum“. Tillaga var send til umsagnar í öllum norrænu löndunum.

12. maí 2017 : Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 12. maí 2017.

12. maí 2017 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 12. maí 2017.

12. maí 2017 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir (rafsígarettur)

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á lögum breytingu á lögum nr. 6/2002 (rafsígarettur), 431. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 10. maí 2017.

3. maí 2017 : Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar, 378. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 3. maí 2017.
Síða 22 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica