Fréttir (Síða 22)

Fyrirsagnalisti

15. desember 2021 : Hvað veist þú um Barnasáttmálann?

Við birtum hér vikulega til jóla nýja getraun um Barnasáttmálann og embættið. Nú er það jólagetraun númer tvö.

15. desember 2021 : Fréttir af starfi Ráðgjafarhópsins

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem í eru börn á aldrinum 12 - 17 ára, hefur tekið þátt í mörgum spennandi verkefnum á þessari önn.  

9. desember 2021 : Jólagetraun

Hvað veist þú um Barnasáttmálann og embætti umboðsmann barna? Hér getur þú tekið eina létta getraun og komist að því. 

6. desember 2021 : Hækkun á árskortum ungmenna

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til Strætó BS. vegna umtalsverðar hækkunar á árskortum til ungmenna. Sú hækkun er ekki talin samræmast bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu.  

22. nóvember 2021 : Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna var laugardaginn 20. nóvember sl. en þá voru 32 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. 

12. nóvember 2021 : Barnaþingi frestað

Vegna aukinna Covid-19 smita í samfélaginu og hertra samkomutakmarkana hefur barnaþingi í Hörpu 2021 verið frestað.

8. nóvember 2021 : Opið hús í nýju húsnæði

Opið hús var hjá embættinu á föstudaginn 5. nóvember í tilefni af flutningum í Borgartún 7b. 

8. nóvember 2021 : Fundur um sóttvarnir á barnaþingi

Umboðsmaður barna átti fund í dag með staðgengli sóttvarnalæknis í dag. Umræðuefni fundarins voru sóttvarnaráðstafanir á barnaþingi sem fer fram í Hörpu síðar í nóvember. 

29. október 2021 : Síminn í ólagi

Embættið hefur nú flutt skrifstofuna sína á nýjan stað í Borgartúni 7b. Við það tækifæri var símkerfið endurnýjað en sá flutningur hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Unnið er að því að koma símanum í lag. 

Síða 22 af 31

Eldri fréttir (Síða 22)

Fyrirsagnalisti

26. maí 2017 : Helstu áhyggjuefni 2017 - ný skýrsla

Umboðsmaður barna hefur gefið út samantekt um þau áhyggjuefni sem hafa brunnið á embættinu síðustu ár. Tilefnið eru starfslok Margrétar Maríu sem lýkur skipunartíma sínum í lok júní á þessu ári. Í samantektinni er fjallað um þær athugasemdir sem umboðsmaður telur brýnast að koma á framfæri á þeim tímamótum sem nú standa yfir.

22. maí 2017 : Umboðsmaður barna í fortíð, nútíð og framtíð - málþing

Umboðsmaður barna efnir til málþings um embættið í fortíð - nútíð og framtíð. Málþingið er haldið í samstarfi við forsætisráðuneytið og Þjóðminjasafnið og verður haldið miðvikudaginn 24. maí milli kl. 13:30 og 16:00 í sal Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41.

17. maí 2017 : Tillaga flokkahóps jafnaðarmanna í Norðurlandaráði um vaxandi andlega vanlíðan barna og ungmenna á Norðurlöndum

Umboðsmanni barna barst umsagnarbeiðni frá Íslandsdeild Norðurlandaráðs fyrir hönd velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Óskað var eftir umsögn um tillögu flokkahóps jafnaðarmanna í Norðurlandaráði um „vaxandi andlega vanlíðan barna og ungmenna á Norðurlöndum“. Tillaga var send til umsagnar í öllum norrænu löndunum.

12. maí 2017 : Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 12. maí 2017.

12. maí 2017 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 12. maí 2017.

12. maí 2017 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir (rafsígarettur)

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á lögum breytingu á lögum nr. 6/2002 (rafsígarettur), 431. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 10. maí 2017.

3. maí 2017 : Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar, 378. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 3. maí 2017.
Síða 22 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica