28. janúar 2022

Mat á áhrifum á börn

Umboðsmaður barna fær reglulega ábendingar sem snúa að ákvörðunum sveitarfélaga og hvort þær samrýmist hagsmunum og réttindum barna. Embættið sendi því bréf til allra sveitarfélaga þar sem þau eru hvött til að virða rétt barna til þátttöku og áhrifa. 

Sveitarfélögum ber skylda til að leggja sérstakt mat á þau áhrif sem ákvarðanir þeirra hafa á börn. Þau bera einnig þá skyldu að veita börnum rými og vettvang til að tjá sínar skoðanir í öllum þeim málum sem varða börn beint. 

12. gr. Barnasáttmálans - Börn eiga rétt á að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. 

Umboðsmaður barna sendi bréf til allra sveitarfélaga til að minna þau á þessar skyldur og hvetja til þess að virða rétt barna til þátttöku og áhrifa. Það geta þau gert með því að innleiða að fullu ákvæði Barnasáttmálans í allri framkvæmd og ákvarðatöku á vettvangi þeirra.

Hlutverk umboðsmanns barna er m.a. að stuðla að því, að stjórnvöld virði ákvæði Barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013 um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, og taki fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna sbr. lög nr. 83/1994, um umboðsmann barna. Mikilvægur þáttur í innleiðingu Barnasáttmálans er að tryggja að hann sé með markvissum og kerfisbundnum hætti hafður að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku sem snertir börn.

Ítarefni: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica