5. mars 2022

Vel heppnað barnaþing

Barnaþing sem haldið var í Hörpu lauk í gær með því að þingbörn afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins. Þingið var afar vel heppnað en það veitir einstakt tækifæri fyrir börn til að koma sínum skoðunum á framfæri til ráðamanna. 

Rúmlega 100 börn komu saman á barnaþing sem var haldið í Hörpu dagana 3. og 4. mars til að ræða ýmis samfélagsmál sem voru þeim efst í huga tengt mannréttindum, skóla- og menntamálum og umhverfismálum. Barnaþingið hófst á fimmtudeginum með glæsilegri hátíðardagskrá með loftfimleikum, dansi og söng auk þess sem ráðherrar sögðu frá sínum unglingsárum og áhrifavaldar komu með jákvæð skilaboð til þátttakenda. 

Síðari daginn setti Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands barnaþingið  sem fór fram þjóðfundarsniði. Börnin hófu spjallið sín á milli, ræddu um mikilvæg málefni eftir málaflokkum og komu loks að sameiginlegri niðurstöðu. Þá var Íslandsmeistari í skæri-blað-steinn krýndur eftir virkilega spennandi keppni og tóku börnin svo þátt í stórhættulegri spurningakeppni sem innihélt m.a. töluvert mikið magn af slími. 

barnaþing 2022

Eftir hádegi settust fullorðnir að borðum þar sem málefnin voru kynnt. Niðurstöður voru svo formlega afhentar þeim Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfisráðherra sem svöruðu spurningum barnanna. 

Nú hefst vinna við að greina niðurstöður barnaþingsins ítarlegri og verður það kynnt betur síðar. 

Rán Flygenring og Elín Elísabet fönguðu allan daginn með sínum einstöku teikningum.  

Myndir frá barnaþingi 2022

barnaþing 2022


barnaþing 2022

barnaþing 2022

barnaþing 2022

barnaþing 2022

barnaþing 2022

barnaþing 2022

Ítarefni


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica