3. maí 2017

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar, 378. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 3. maí 2017.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar, 378. mál.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 3. maí 2017.

Skoða tillöguna. 
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

Velferðarnefnd Alþingis

 

 

Reykjavík, 3. maí 2017
UB:1705/4.1.1

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 6. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreinda tillögu.

 

Það er jákvætt að loks sé komin fram ný framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar. Umboðsmaður barna telur þó miður hversu seint áætlunin er lögð fram, en ef hún verður samþykkt mun hún einungis gilda í um eitt ár, eða til 1. júní 2018. Er þetta í annað sinn sem framkvæmdaáætlun í barnavernd er lögð fram svona seint, en síðasta áætlun var samþykkt í mars árið 2013 og gilti fram til sveitarstjórnarkosninga 2014. Hefur því engin áætlun verið í gildi á þessu sviði í þrjú ár. Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 á að leggja fyrir Alþingi framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn. Umboðsmaður barna hefði því viljað sjá áætlun sem ætti að gilda næstu fjögur árin.

 

Umboðsmaður barna fagnar þeim tillögum sem fram koma í áætluninni. Sérstaklega er jákvætt að skýrt sé tekið fram hver beri ábyrgð á hverri aðgerð, þær hafi verið kostnaðargreindar og mælikvarðar settir fram. Umboðsmaður ítrekar jafnframt mikilvægi þess að tryggja að nægilegt fjármagn muni fylgja með áætluninni, en ljóst er að álag og fjárskortur hefur verið viðvarandi vandamál í barnaverndarstarfi hér á landi. 

 

Umboðsmaður barna hefði viljað sjá ýmis fleiri atriði í áætluninni, svo sem varðandi hagsmunagæslu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd, aðgang barna að barnavernd, samvinnu í málefnum barna með fjölþættan vanda, sjónarmið barns og skipun talsmanns o.s.frv. Þá hefði hann viljað sjá styttri tímamörk í sumum tillögum og þá sérstaklega varðandi nýtt meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan vanda, en verulegur dráttur hefur verið á uppbyggingu slíks úrræðis. Ljóst er að takmörk eru fyrir því hversu langt er hægt að ganga í áætlun sem mun einungis gilda í eitt ár. Telur umboðsmaður barna því brýnt að velferðarnefnd beini þeim tilmælum til félags- og jafnréttismálaráðherra að hefja vinnu við nýja framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar sem fyrst, svo næsta áætlun verði tilbúin áður en þessi fellur úr gildi.

 

Virðingarfyllst, 
Margrét María Sigurðardóttir, 
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica