26. maí 2017

Helstu áhyggjuefni 2017 - ný skýrsla

Umboðsmaður barna hefur gefið út samantekt um þau áhyggjuefni sem hafa brunnið á embættinu síðustu ár. Tilefnið eru starfslok Margrétar Maríu sem lýkur skipunartíma sínum í lok júní á þessu ári. Í samantektinni er fjallað um þær athugasemdir sem umboðsmaður telur brýnast að koma á framfæri á þeim tímamótum sem nú standa yfir.

Umboðsmaður barna hefur gefið út samantekt um þau áhyggjuefni sem hafa brunnið á embættinu síðustu ár. Tilefnið eru starfslok Margrétar Maríu sem lýkur skipunartíma sínum í lok júní á þessu ári. Í samantektinni er fjallað um þær athugasemdir sem umboðsmaður telur brýnast að koma á framfæri á þeim tímamótum sem nú standa yfir og þar kemur meðal annars fram: 

Umboðsmaður barna hefur alltaf reynt að hafa bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi þegar hann bendir á það sem betur má fara. Að mati sumra er umboðsmaður á stundum of róttækur en það er samt sem áður von hans að tillögur hans til úrbóta nái eyrum allra handhafa ríkisvaldsins og annarra sem taka ákvarðanir fyrir börn.

 Í hverjum kafla koma fram þær tillögur sem umboðsmaður barna leggur til úrbóta. Það er hægt að gera margt ef vilji og rétt hjartalag er fyrir hendi en þegar þekking á réttindum barna og nægilegt fjármagn fylgja stefnumótun og lagasetningu þá fyrst er hægt að búast við árangri.

Skýrsluna er hægt að nálgast hér. Einnig má smella á myndina til að ná í hana á pdf formi. 

Umbodsmadur Barna Helstu Ahyggjuefni 2017 Forsida


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica