Fyrirsagnalisti
Óskað er eftir athugasemdum frá neytendum - ekki síst foreldrum barna - samtökum og öðrum hagsmunaaðilum í tilefni af endurskoðun leiðbeinandi reglna um neytendavernd barna.
Í dag kl. 15 - 16 mun Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, halda erindið Skilnaðarferli foreldra - börn og sátt í fjölskyldum í málstofu RBF.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (ríkisfangsveitingar), 42. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi dags. 18. nóvember 2011.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns um tillögu til þingsályktunar um Íslandssögukennslu í framhaldsskólum (aukið vægi í námskrám), 89. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 18. nóvember 2011.
Niðurstöður barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna vegna framkvæmdar Íslands á barnasáttmála SÞ verða kynntar á morgunverðarfundi á morgun, fimmtudag 17. nóvember. Fundurinn fer fram á Kornhlöðulofti Lækjarbrekku og mun standa milli klukkan 8.45 og 10.30. Kynningin er öllum opin. Gestir eru hvattir til að mæta og koma upplýsingum um fundinn á framfæri við alla áhugasama.
Stjórnlög unga fólksins verða í forgrunni á ráðstefnu Evrópuráðsins sem fram fer á sunnudag og mánudag. Þar verða samankomnir ráðherrar Evrópuráðsins og ætla þeir að ræða hvernig byggja megi upp barnvænni Evrópu. Stjórnlög unga fólksins voru samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, umboðsmanns barna og UNICEF á Íslandi. Markmiðið var að láta raddir barna og ungmenna heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Málstofa um barnavernd verður haldin hjá Barnaverndarstofu mánudaginn 28. nóvember kl. 12:15 - 13:15. Yfirskriftin er ,,Hegðunarvandi - þroskavandi?" og fyrirlesari er Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur, forstöðumaður Stuðla.
Náum áttum hópurinn stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 8:15 - 10 á Grand hótel. Umræðuefnið er streita og kvíði barna, einkenni og úrræði.
Umboðsmaður barna hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem hann vekur athygli á mikilvægi þess að börn sem hafa skertan málþroska vegna heyrnarleysis eða heyrnarskerðingar og foreldrar þeirra hafi greiðan aðgang að ráðgjöf og þjónustu táknmálsfræðinga og annarra sérfræðinga á þessu sviði.