18. nóvember 2011

Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (biðtími vegna refsinga o.fl.), 135. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (ríkisfangsveitingar), 42. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi dags. 18. nóvember 2011.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (ríkisfangsveitingar), 42. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi dags. 18. nóvember 2011.

Skoða frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (ríkisfangsveitingar), 42. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík 18. nóvember 2011
UB: 1111/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt (biðtími vegna refsinga o.fl.), 135. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 3. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp. Umboðsmaður barna vill þakka fyrir tækifæri til að koma með athugasemdir við frumvarpið.

Umboðsmaður barna sér ekki ástæðu til að fjalla ítarlega um frumvarpið og gera athugasemdir við það. Hann fagnar þó þeirri breytingu að lágar sektarfjárhæðir eða endurtekin brot þar sem samanlagðar sektir eru ekki háar valdi ekki lengur bið eftir ríkisborgararétti þar sem slíkt gæti liðkað til vegna veitingu ríkisborgararéttar til barna. Varðandi þann biðtíma sem hlýst af hærri sektum og skilorðsbundnum og óskilorðsbundnum dómum vill umboðsmaður barna koma því á framfæri að slíkt tefji ekki að börn hljóti íslenskan ríkisborgararétt sé það þeim fyrir bestu.

Umboðsmaður barna vill árétta að 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt haft að leiðarljósi. Vill umboðsmaður leggja áherslu á að sú regla sé í hávegum höfð þegar börn sækja um íslenskan ríkisborgararétt og að lögin tryggi sjálfstæðan rétt barna til ríkisborgararéttar.

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica