15. nóvember 2011

Hegðunarvandi - þroskavandi? - Málstofa um barnavernd

Málstofa um barnavernd verður haldin hjá Barnaverndarstofu mánudaginn 28. nóvember kl. 12:15 - 13:15. Yfirskriftin er ,,Hegðunarvandi - þroskavandi?" og fyrirlesari er Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur, forstöðumaður Stuðla.

Málstofa um barnavernd

á vegum Barnaverndarstofu, Barnaverndar Reykjavíkur, félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands (HÍ) og faghóps félagsráðgjafa í barnavernd

,,Hegðunarvandi - þroskavandi?"

Fyrirlesari: Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur, forstöðumaður Stuðla

Tími: Mánudagur 28. nóvember kl. 12.15 - 13.15

Staður: Barnaverndarstofa, Höfðaborg

Sólveig fjallar um áhrif þroskavanda á þróun hegðunarvanda og mikilvægi þess að vandað sé til greininga á fyrstu árum skólagöngu til að tryggja börnum viðeigandi þjónustu. Þegar gerðar eru óraunhæfar kröfur til barna í skólakerfinu er hætt við að þau þrói með sér hegðunarvanda sem getur reynst erfitt að takast á við þegar komið er á unglingsár.

Málstofan verður tekin upp og gerð aðgengileg á heimasíðu Barnaverndarstofu bvs.is eins og fyrri málstofur til að tryggja aðgengi landsbyggðar að málstofunum.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica