21. nóvember 2011

Skilnaðarferli foreldra - börn og sátt í fjölskyldum - Málstofa RBF

Í dag kl. 15 - 16 mun Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, halda erindið Skilnaðarferli foreldra - börn og sátt í fjölskyldum í málstofu RBF.

Í dag kl. 15 - 16 mun Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, halda erindið Skilnaðarferli foreldra - börn og sátt í fjölskyldum í málstofu RBF.

Í fyrirlestrinum mun Dr Sigrún Júlíusdóttir  fjalla um skilnaðarferli foreldra. Athygli  er beint  að barninu  sem aðila máls og því hvernig ábyrgðarvitund foreldra um stöðu barnsins skiptir máli, allt frá því hvort/ hvernig barninu er sagt frá ákvörðuninni til þess hvernig staðið er að framkvæmd og skipan mála um forsjá, búsetu og samvistir. Byggt er á nýlegum íslenskum og norrænum rannsóknum  og fjallað um hugtökin sáttaumleitan, ráðgjöf og samvinnusamtöl.

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Staður: Oddi 101
Stund: Mánudaginn 21. nóvember 2011
Tími: kl. 15.00-16.00

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica