Fréttir (Síða 31)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem farið er fram á að gerð sé grein fyrir þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og sem miða að því að innleiða Barnasáttmálann í starfseminni.

17. janúar 2020 : Norrænt barnaþing í Kaupmannahöfn

Norrænt barnaþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var haldið í Kaupmannahöfn í gær.

6. janúar 2020 : Umboðsmaður barna í aldarfjórðung

Nú um áramótin var aldarfjórðungur liðinn frá því að embætti umboðsmanns barna var komið á fót þann 1. janúar 1995.

Síða 31 af 31

Eldri fréttir (Síða 49)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2014 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/2002 um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing, kærunefnd, hælismál), 249. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/2002 um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing, kærunefnd, hælismál), 249. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með tölvupósti dags. 7. febrúar 2014.

10. febrúar 2014 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/2002 um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing, kærunefnd, hælismál), 249. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/2002 um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing, kærunefnd, hælismál), 249. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með tölvupósti dags. 7. febrúar 2014.

5. febrúar 2014 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2014

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Póst og fjarskiptastofnun og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 11. febrúar 2014 við Menntavísindasvið HÍ.

31. janúar 2014 : Tölvupóstur í ólagi

Frá og með síðdegi í dag, föstudaginn 31. janúar, og fram til laugardagsins 1. febrúar er líklegt að tölvupóstur umboðsmanns barna og starfsmanna hans sem og fyrirspurnarform á heimasíðu umboðsmanns barna verði í ólagi.

28. janúar 2014 : Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Þar verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í hátíðinni og framkvæmdafé vegna viðburðar.

28. janúar 2014 : Fjölbreytileikinn í leikskólanum - Morgunverðarfundur

RannUng, rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, stendur fyrir morgunverðarfundi 30. janúar 2014 klukkan 8:30-11:00 á Grand hóteli í Reykjavík. Yfrskriftin er Fjölbreytileikinn í leikskólanum: Fögnum við eða sýnum fálæti?

21. janúar 2014 : Reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009

Menntamálaráðuneytið óskaði eftir ábendingum og athugasemdum um tillögur að breytingum á reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009. Athugasemdir sínar sendi umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 21. janúar 2014.

21. janúar 2014 : Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskólum nr. 584/2010

Menntamálaráðuneytið óskaði eftir ábendingum og athugasemdum um tillögur að breytingum á reglugerð nr. 584/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskólum. Athugasemdir sínar sendi umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 21. janúar 2014.
Síða 49 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica