28. janúar 2014

Fjölbreytileikinn í leikskólanum - Morgunverðarfundur

RannUng, rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, stendur fyrir morgunverðarfundi 30. janúar 2014 klukkan 8:30-11:00 á Grand hóteli í Reykjavík. Yfrskriftin er Fjölbreytileikinn í leikskólanum: Fögnum við eða sýnum fálæti?

RannUng, rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, stendur fyrir morgunverðarfundi 30. janúar 2014 klukkan 8:30-11:00 á Grand hóteli í Reykjavík.

Yfirskriftin er Fjölbreytileikinn í leikskólanum: Fögnum við eða sýnum fálæti?

Dagskrá:

  • Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri v/ fjölmenningar á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ.
    Erindi: Leikskóli fyrir alla?
  • Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri í leikskólanum Ösp í Reykjavík.
    Erindi: Tvítyngdur leikskólastjóri ... skiptir það máli?
  • Auður Magndís Auðardóttir, verkefnastjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur
    Erindi: Tvær mömmur og fullt af Legói! Um hinseginumræðu í leikskólastarfi.
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, deildarstjóri í leikskólanum Akraseli á Akranesi.
    Erindi: Væri heimurinn ekki litlaus án fjölbreytileikans?

Fundarstjóri er Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla

Almennt verð kr. 3500.- (morgunverður innifalinn) Greiðsluseðill verður sendur til þátttakenda.

Skráning á heimasíðu RannUng: http://menntavisindastofnun.hi.is/30_januar_morgunverdarfundur_fjolbreytileikinn_i_leikskolanum


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica