Fréttir (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

29. september 2023 : Athugasemd barnaréttarnefndar um loftlagsbreytingar

Mánudaginn 18. september sl. kynnti barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna almenna athugasemd nr. 26 sem fjallar um réttindi barna og umhverfið, með sérstakri áherslu á loftslagsbreytingar.

20. september 2023 : Birting dóma sem varða börn

Umboðsmaður sendi bréf til dómsmálaráðherra þann 15. september varðandi birtingu dóma sem varða börn. 

19. september 2023 : Forsetinn fær boðskort á barnaþing

Ungmenni úr ráðgjafarhóp umboðsmanns barna afhenti Forseta Íslands formlegt boðskort á barnaþing sem haldið verður í nóvember. 

15. september 2023 : Vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu

Umboðsmaður barna, ásamt fleiri stofnunum, sveitarfélögum og félagasamtökum hafa gefið frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna hinseginfræðslu og kynfræðslu.

12. september 2023 : Upplýsingar um bið barna eftir þjónustu

Umboðsmaður barna birtir nú í fjórða sinn nýjar upplýsingar um bið barna eftir þjónustu. 

8. september 2023 : Samráð vegna sameiningar MA og VMA

Umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðherra vegna sameiningar MA og VMA og samráðs við nemendur.

7. september 2023 : Borðstjórar á barnaþing

Umboðsmaður barna auglýsir eftir borðstjórum á aldrinum 18 - 30 ára til að taka þátt á þjóðfundi barnaþings.

9. ágúst 2023 : Ársskýrsla 2022

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, afhenti í dag Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ársskýrslu embættisins fyrir árið 2022.

2. ágúst 2023 : Þátttaka í verkefninu "Lighthouse keepers"

Umboðsmaður barna tók þátt í verkefninu Lighthouse-keepers: Business and Human Rights Cooperation Network sem leitt var af "Polish institute for human rights and business".

Síða 10 af 30

Eldri fréttir (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

31. október 2018 : Fulltrúar á ráðstefnu Eurochild um þátttöku barna

Salvör Nordal, umboðsmaður barna tók þátt ásamt tveimur fulltrúum úr Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna í ráðstefnu Eurochild sem fjallar um þátttöku barna. Ráðstefnan er haldin í borginni Opatija í Króatíu og voru þátttakendur um 300 frá 39 löndum og þar af um 100 börn.

30. október 2018 : Atvinnuþátttaka barna - umgjörð, viðhorf og eftirlit

Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið standa fyrir fundi fimmtudaginn 8. nóvember milli kl. 14:30 og 17:15 á Hótel Natura. En mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum og skyldum.

26. október 2018 : Innöndunartæki fyrir börn greidd að fullu

Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra munu sjúklingar með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis) fá innöndunartæki og nauðsynlega fylgihluti sér að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu sem er birt á vefsíðu Stjórnarráðsins.

22. október 2018 : Frumvarp til laga um mannanöfn, 9. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um mannanöfn, 9. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 22. október 2018.

17. október 2018 : Breyting á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 (barnalífeyrir), 12. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingarnr. 100/2007 (barnalífeyrir), 12. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 17. október 2018.

15. október 2018 : Aðstaða nemenda sem ekki eru í mataráskrift

Í lok mars barst erindi frá barni varðandi aðstæður í skólamötuneyti þar sem bent var á að nemendur sem ekki eru í mataráskrift fái ekki að sitja við hlið samnemenda í matsal skólans. Bréfið má lesa hér í heild sinni.

Síða 10 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica