26. febrúar 2024

Þjónusta talmeinafræðinga

Embættið sendi bréf til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort það standi til að koma á miðlægum biðlistum fyrir börn eftir þjónustu talmeinafræðinga.

Að mati umboðsmanns barna er áríðandi að hægt verði að nálgast upplýsingar með reglubundnum hætti um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu talmeinafræðinga. Hingað til hefur það ekki verið hægt þar sem biðlistar og kerfi eru ekki samræmd og hvergi er haldið utan um þessar upplýsingar.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica