2. nóvember 2018

Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna, 13. mál

Eftirfarandi umsögn veitti umboðsmaður barna Velferðarnefnd Alþingis með tölvupósti dags. 2. nóvember 2018.

Skoða tillöguna. 
Skoða feril málsins.

 

 

 Umsögn umboðsmanns barna

 

Reykjavík, 2. nóvember 2018

Efni: Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna, 13. mál.

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 10. október sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um framangreinda þingsályktunartillögu.

Umboðsmaður barna fagnar þingsályktunartillögunni og vonar að hún verði samþykkt. Þær aðgerðir sem taldar eru upp eru til þess fallnar að styrkja stöðu barna hér á landi. Þá vill hann sérstaklega lýsa yfir ánægju með tillögu þess efnis að lögfesta þriðju valfrjálsu bókunina við Barnasáttmálann, sbr. lög nr. 19/2013, að undangengnu átaki þar sem stjórnvöld og úrskurðaraðilar fá fræðslu um kröfur Barnasáttmálans er varðar þjónustu við börn. Tilgangur bókunarinnar er að stuðla að auknum réttindum barna með því að koma á fót sérstakri kæruheimild handa börnum eða fulltrúum þeirra til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og er því vel til þess fallin að styrkja stöðu barna hér á landi.

Umboðsmaður áréttar ennfremur mikilvægi þess að tryggt verði nægt fjármagn til að hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem lagaðar eru til með aðgerðaáætluninni.

 

  

Virðingarfyllst,

Salvör Nordal,

umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica