26. október 2018

Innöndunartæki fyrir börn greidd að fullu

Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra munu sjúklingar með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis) fá innöndunartæki og nauðsynlega fylgihluti sér að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu sem er birt á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Umboðsmaður barna sendi bréf til ráðuneytisins þann 4. október 2017 með þeirri áskorun að börnum með slímseigjusjúkdóm yrði tryggð lífsnauðsynleg hjálpartæki þeim að kostnaðarlausu. Þá hafa samtök um Cystic Fibrosis einnig sent svipaða áskorun til ráðuneytisins.

Í tilkynningunni kemur fram að fimm sjúklingar hér á landi eru nú með innöndunartæki vegna slímseigjusjúkdóms með niðurgreiðslu sjúkratrygginga. Áætlaður kostnaðarauki sjúkratrygginga er innan við hálf milljón króna á ári.

Umboðsmaður barna fagnar ákvörðun ráðherra enda mikið réttlætismál fyrir þá sem í hlut eiga. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica