11. janúar 2024

Ráðgjafarhópur fundar með ráðherra

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna átti fund með mennta- og barnamálaráðherra í kjölfar bréfs sem hópurinn sendi ráðherra í október 2023. 

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna átti fund með mennta- og barnamálaráðherra miðvikudaginn 10. janúar sl. þar sem umræðuefnið var bréf sem hópurinn sendi til ráðherra í október á síðasta ári.

Í bréfinu kemur meðal annars fram að börn og ungmenni telja mikla þörf á frekari fræðslu um málefni jaðarsettra hópa. Kennsla eigi að vera þar samræmd milli skóla og mikilvægt sé að allir standi jafnt að vígi. Fundurinn gekk vel og mun ráðgjafarhópurinn, sem og umboðsmaður barna, fylgja honum vel eftir.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna samanstendur af ungmennum á aldrinum 12 – 17 ára og er umboðsmanni barna meðal annars til ráðgjafar um málefni sem varða börn og ungmenni beint. 

Ráðgjafarhópur og ráðherra

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica