Fyrirsagnalisti
Umskurður á ungum drengjum felur í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynlegt af heilsufarslegum ástæðum. Umskurður felur í sér óafturkræft inngrip í líkama barns og samræmist illa 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um rétt barna til þess að hafa áhrif á eigið líf.
Nýverið birti Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík tvær skýrslur um stöðu og þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi. Í stuttu máli er þróun vímuefnaneyslu meðal ungmenna á Íslandi afar jákvæð og sýna báða skýrslurnar þróun undanfarinna 13 – 15 ára.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 27. september 20113.
Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) hefur gefið út haustdagskrá 2013. Markmið RannUng er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna.
Miðvikudaginn 25. september kl 08:15-10:00 stendur Náum áttum hópurinn fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík um unglinga og vímuefni.
Í tilefni af lögfestingu Barnasáttmálans verður efnt til tveggja morgunverðarfunda þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að tryggja rétt allra barna á Íslandi óháð uppruna.
Í svarbréfi velferðarráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns barna segir að með hliðsjón af aðstæðum í ríkisfjármálum er ekki mögulegt að koma á fót stofnun sem sameini bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímefnaneyslu og afbrotahegðunar. Umboðsmaður telur því íslenska ríkið brjóta skyldur sínar samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að þessu leyti.
Í dag var opnaður vefurinn fyrirlestrar. Markmið hans er að auka víðsýni, draga úr fordómum og veita ókeypis fræðslu um samfélagsmál með forvarnir að leiðarljósi. Á vefnum er hægt að horfa á fjölmörg myndbönd um málefni sem tengjast börnum, uppeldi og mannlífinu almennt.
Öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna er boðið að senda fulltrúa á tengslafund fimmtudaginn 12. sept. nk. kl. 14:30-17:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Kringlunni 1, 103 Reykjavík (gamla Morgunblaðhúsið).