5. september 2013

Tengslafundur fyrir félagssamtök sem starfa að hagsmunamálum barna

Öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna er boðið að senda fulltrúa á tengslafund fimmtudaginn 12. sept. nk. kl. 14:30-17:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Kringlunni 1, 103 Reykjavík (gamla Morgunblaðhúsið).

Tengslafundur fyrir félagssamtök sem starfa að hagsmunamálum barna 12. september nk.

Mikilvægt er fyrir umboðsmann barna að vita að hverju hin ýmsu félagasamtök eru að vinna á hverjum tíma. Hefur umboðsmaður því ákveðið að koma á fót samráðsvettvangi ólíkra aðila sem vinna með einum eða öðrum hætti að því að gæta hagsmuna barna og bæta réttarstöðu þeirra. Markmið fundarins er að skiptast á upplýsingum en einnig að vera með réttindafræðslu fyrir þá sem starfa á þessum vettvangi. Einnig vonum við að það gefist tækifæri fyrir félagssamtök að kynna sig og helstu verkefni sín en við gerum ráð fyrir því að þurfa að takmarka þann tíma sem fer í kynningar. Við trúum því að kynningarfundur sem þessi geti gagnast öllum og jafnvel stuðlað að einhvers konar samvinnu með hagsmuni barna að leiðarljósi.

Öllum samtökum sem vinna að hagsmunamálum barna er boðið að senda fulltrúa á tengslafund fimmtudaginn 12. sept. nk. kl. 14:30-17:00. Fundurinn verður haldinn á 5. hæð í Kringlunni 1, 103 Reykjavík (gamla Morgunblaðhúsið).

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á þetta netfang, ub@barn.is eða í síma 552 8999.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica