27. september 2013

Tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 27. september 20113.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 27. september 20113.

Skoða tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Reykjavík, 27. september  2014
UB: 1309/4.1.1

Efni: Tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 19. september sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna við ofangreinda tillögu.

Samkvæmt 3. mgr. 18. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013, er ríkinu skylt að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að börn foreldra sem stunda atvinnu fái notið góðs af þjónustu og aðstöðu til umönnunar barna. Umboðsmaður barna telur mikilvægt að slík þjónusta sé í boði í nærumhverfi barna og taki mið af því sem er börnum fyrir bestu, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans. Telur umboðsmaður því jákvætt að unnið sé að því að leikskóladvöl standi öllum börnum til boða um leið og fæðingarorlofi lýkur. Leikskólinn veitir samfélaginu einstakt tækifæri til að jafna uppeldisaðstöðu barna. Í leikskólanum er unnt að veita öllum börnum viðeigandi umönnun og atlæti án tillits til efnahags eða félagslegrar stöðu foreldra. Umboðsmaður barna fagnar því ofangreindri tillögu og vonar að hún verði samþykkt.

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica