Fréttir (Síða 15)

Fyrirsagnalisti

24. ágúst 2022 : Vegir sem þjóna skólaakstri

Í kjölfar ábendinga um ástand vegar sem þjónar meðal annars skólaakstri sendi embættið bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra.

19. ágúst 2022 : Myndband frá gróðursetningu í Vinaskógi

Hér er skemmtilegt myndband frá gróðursetningu í Vinaskógi við Þingvelli fyrr í sumar. Markmið gróðursetningarinnar var að kolefnisjafna ferðir þátttakenda á barnaþing sem haldið var í mars á þessu ári og voru nemendur í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi í aðalhlutverki.

15. ágúst 2022 : Aðgengi barna að gosstöðvum í Meradölum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að takmarka, að svo stöddu, aðgengi barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum. Á vefsíðu lögreglunnar kemur fram að ákvörðunin sé tekin á grundvelli 23. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 og með hagsmuni barna að leiðarljósi.

20. júlí 2022 : Skert starfsemi vegna sumarfría

Vegna sumarfrís starfsfólks verður starfsemi á skrifstofu embættisins með minna móti næstu vikurnar. Það getur því orðið bið á svörun á þeim erindum sem berast þann tíma sem sumarleyfi starfsfólks stendur yfir. Þau erindi sem berast frá börnum njóta þó forgangs og verður svarað eins fljótt og auðið er.

4. júlí 2022 : Umboðsmaður barna afhendir forsætisráðherra ársskýrslu embættisins fyrir 2021

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, funduðu í dag þar sem umboðsmaður barna kynnti forsætisráðherra ársskýrslu embættisins fyrir árið 2021.

1. júlí 2022 : Frásagnir barna af sóttvarnaráðstöfunum

Í vetur safnaði umboðsmaður frásögnum barna af kórónuveirunni þar sem sjónum var beint að sóttvarnaraðgerðum. Þessar frásagnir eru þær fjórðu í röðinni og eru þær nú aðgengilegar hér á vefsíðunni.

30. júní 2022 : Börn sem eiga foreldra í fangelsum

Tveir háskólanemar vinna nú verkefni tengt börnum sem eiga foreldra í fangelsum en bæði verkefnin eru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. 

30. júní 2022 : Mótttökustöð fyrir flóttafólk heimsótt

Starfsfólk embættisins heimsótti í dag móttökustöð fyrir flóttafólk í húsi Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík. 

27. júní 2022 : Umboðsmaður barna í Búlgaríu

Umboðsmaður barna hefur síðastliðið ár verið þátttakandi í verkefni í samstarfi við búlgörsku samtökin „National Network for Children“ sem felur í sér áætlun um að setja á fót embætti umboðsmanns barna í Búlgaríu, en þar í landi er engin sjálfstæður opinber aðili sem stendur sérstaklega vörð um réttindi barna.

Síða 15 af 30

Eldri fréttir (Síða 15)

Fyrirsagnalisti

22. mars 2018 : Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, 202. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, 202. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 20. mars 2018.

22. mars 2018 : Nýir þingmenn fá fræðslu frá embættinu

Umboðsmaður barna bauð nýjum þingmönnum á kynningarfund á skrifstofu embættisins að Kringlunni 1. Tíu þingmenn úr þremur þáðu boðið.

21. mars 2018 : Börn á skólaskyldualdri sem eru utan skóla

Umboðsmaður barna sendir bréf til menntamálaráðuneytisins, Menntamálastofnunar og Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og óskað eftir fundi við þá aðila til að ræða málefni barna sem eru utan skóla.

20. mars 2018 : Fundur með þingflokki Flokk fólksins

Umboðsmaður barna fundaði með þingflokki Flokk fólksins mánudaginn 19. mars síðastliðinn.

19. mars 2018 : Nýir talsmenn barna á Alþingi

Átta þingmenn rituðu undir yfirlýsingu þess efnis að vera opinberir talsmenn barna á Íslandi.

16. mars 2018 : Þingsályktun um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, 62. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, 62. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 16. mars 2018.

16. mars 2018 : Þingsályktun um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 16. mars 2018.

16. mars 2018 : Frumvarp til laga um almannatryggingar (barnalífeyrir), 97. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um almannatryggingar (barnalífeyrir), 97. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 16. mars 2018.
Síða 15 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica