22. mars 2018

Nýir þingmenn fá fræðslu frá embættinu

Umboðsmaður barna bauð nýjum þingmönnum á kynningarfund á skrifstofu embættisins að Kringlunni 1. Tíu þingmenn úr þremur þáðu boðið.

Í gær, miðvikudaginn 21. mars, bauð umboðsmaður barna nýjum þingmönnum á kynningarfund á skrifstofu embættisins að Kringlunni 1. Tíu þingmenn úr þremur flokkum þáðu boðið. Þetta er í þriðja sinn sem embættið býður nýjum þingmönnum uppá slíka kynningu.  

Nýir þingmenn á kynningu

Markmiðið með boðinu var að kynna embættið og þau málefni sem helst brenna á því en umboðsmanni barna ber að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra á öllum sviðum samfélagsins. Lilja Hrönn, fulltrúi úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna kynnti starf hópsins og hvöttu þingmenn til að leita eftir áliti barna áður en ákvarðanir sem hafa áhrif á börn eru teknar.

Nýir þingmenn

Til að sáttmálinn geti orðið að veruleika á Íslandi er nauðsynlegt að fræða börn og fullorðna um réttindi barna á markvissan hátt. Auk þess er mikilvægt að tryggja að allir þeir sem bera ábyrgð á börnum á einn eða annan hátt þekki til og skilji hina einstöku sýn á stöðu barna í samfélaginu sem sáttmálinn boðar.

Lilja Hrönn, fulltrúi úr Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna flytur kynningu

Umboðsmaður leggur ríka áherslu á það að hlusta eftir sjónarmiðum barna og taka tillit til skoðana þeirra og ábendinga enda er það í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Umboðsmaður barna hvetur alla þá sem vinna með börnum, fyrir börn eða taka ákvarðanir sem varða börn að huga að þessari skyldu.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica