19. mars 2018

Nýir talsmenn barna á Alþingi

Átta þingmenn rituðu undir yfirlýsingu þess efnis að vera opinberir talsmenn barna á Íslandi.

Mikilvægt að þingmenn hlusti á raddir barna

 

Átta  þingmenn undirrituðu í dag, þann 19. mars, yfirlýsingu þess efnis að þeir myndu skuldbinda sig til þess að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í sínum störfum á þinginu. Þar með gerðust þeir talsmenn barna á Alþingi og munu leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Er þetta í þriðja sinn sem þingmenn eru tilnefndir sem talsmenn barna á Alþingi. 

Undirritun talsmenn barna

Áður höfðu þingmennirnir sótt námskeið þar sem fulltrúar Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna, ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF kynntu þeim ákvæði Barnasáttmálans og hvernig hann nýtist við ákvarðanatöku og stefnumótun.

Undirritun talsmenn barna á Alþingi

 

Í dag stýrðu fulltrúar þessara ungmennaráða undirrituninni á Alþingi og ávörpuðu þingmenn. Ungmennin óskuðu nýjum talsmönnum barna til hamingju með hlutverkið og lögðu áherslu á mikilvægi þess að þingmenn hlusta á radir barna. 

Undirritun talsmenn barna

Hver flokk­ur til­nefn­di einn aðal­mann og einn vara­mann og eru eft­ir­tald­ir þing­menn tals­menn barna á yf­ir­stand­andi þingi:

Flokk­ur fólks­ins
Aðalmaður: Inga Sæ­land
Varamaður: Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son

Fram­sókn­ar­flokk­ur
Aðalmaður: Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir
Varamaður: Will­um Þór Þórs­son

Miðflokk­ur
Aðalmaður: Gunn­ar Bragi Sveins­son
Varamaður: Anna Kol­brún Árna­dótt­ir

Pírat­ar
Aðalmaður: Jón Þór Ólafs­son
Varamaður: Björn Leví Gunn­ars­son

Sam­fylk­ing
Aðalmaður: Odd­ný G. Harðardótt­ir
Varamaður: Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son

Sjálf­stæðis­flokk­ur
Aðalmaður: Bryn­dís Har­alds­dótt­ir
Varamaður: 

Viðreisn
Aðalmaður: Þor­steinn Víg­lunds­son
Varamaður: Hanna Katrín Friðriks­son

Vinstri Græn
Aðalmaður: Andrés Ingi Jóns­son 
Varamaður: Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir

 

Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi eiga hugmyndina að því að skipa talsmenn barna. Var það gert í fyrsta skipti árið 2014 í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmálans. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica