16. mars 2018

Frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku (stytting vinnutíma), 165. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku (stytting vinnutíma), 165. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 16. mars 2018.

Skoða frumvarpið. 
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

 

Reykjavík, 16. mars 2018


Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum (stytting vinnutíma), 165. mál.

 

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 28. febrúar sl., þar sem óskað var eftir umsögn umboðsmanns barna um framangreint frumvarp. Þá vísar umboðsmaður barna jafnframt til fyrri umsagnar embættisins vegna frumvarps um sama efni, dags. 10. febrúar 2016.

Á vinnumarkaði eru víða gerðar kröfur um mikil afköst og mikla viðveru starfsmanna og mörgum foreldrum reynist því erfitt að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf með tilheyrandi álagi og streitu. Langur vinnudagur foreldra hefur jafnframt í för með sér langa viðveru barna í leik- og grunnskólum, með tilheyrandi álagi á börnin, sem þá njóta jafnframt færri gæðastunda með foreldrum sínum.

Umboðsmaður tekur undir áherslu frumvarpsins á styttingu vinnutíma og telur það vera í samræmi við þann rétt barna að fá að njóta samvista við foreldra sína og umhyggju og umönnunar þeirra. Að mati umboðsmanns barna er gríðarlega mikilvægt að búa til sem flest tækifæri til jákvæðra samvista foreldra og barna sem stuðla að betri samskiptum og tengslum. Umboðsmaður barna fagnar því framangreindu frumvarpi og vonar að það verði samþykkt.

 

Virðingarfyllst,
Salvör Nordal,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica