7. desember 2022

Niðurskurður í þjónustu við börn

Embættið hefur sent bréf til borgarstjóra vegna yfirvofandi niðurskurðar í þjónustu Reykjavíkurborgar við börn. 

Meðal þess sem Barnasáttmálinn gerir kröfu um er að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar út frá því sem þeim er fyrir bestu, að börn fái að taka þátt í ákvarðanatöku sem varðar þau, og að mat sé lagt á allar tillögur og breytingar sem geta haft áhrif á börn, út frá hagsmunum þeirra, réttindum og þörfum. 

Í bréfinu er borgarstjórn hvött til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og endurskoða allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica