18. janúar 2023

Reynsla barna af skólaforðun

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna óskar eftir nafnlausum frásögnum barna á grunnskólaaldri sem hafa reynslu af skólaforðun.

Frásagnirnar barnanna verða lesnar upp af fulltrúum ráðgjafarhópsins á ráðstefnu BUGL í lok janúar. Þar verður fullt af fólki sem hefur það markmið að hjálpa börnum og unglingum og því er gott fyrir þau að heyra alls konar frásagnir. 

Rétt er að ítreka að frásagnirnar verða allar nafnlausar. Fyrir frekari upplýsingar má senda erindi á netfangið radgjafarhopur(hjá)barn.is

Könnunina má finna hér - (tengill á könnun - https://www.surveymonkey.com/r/N37XBBL)

Í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna eru börn og ungmenni á aldrinum 12 - 17 ára. Nánari upplýsingar um hópinn má finna hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica