5. apríl 2023

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna óskar eftir umsóknum frá börnum og ungmennum frá 12 - 17 ára til að taka þátt í starfi ráðgjafarhóps embættisins.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna veitir umboðsmanni ráðgjöf um réttindi og hagsmuni barna og ungmenna. Hópurinn hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum bæði hér innanlands og erlendis sem snúa að réttindum barna og hafa meðal annars sótt fundi ráðstefnur og aðra viðburði þar sem rætt er um málefni barna. Öll börn og ungmenni frá 12 - 17 ára geta tekið þátt í hópnum og hver og einn tekur þátt eftir sínum áhuga og getu.

Ef þú ert 12 - 17 ára og hefur áhuga á að kynnast hópnum betur og taka þátt þá hvetjum við þig til að kynna þér ráðgjafarhóp umboðsmanns barna betur og senda okkur umsókn ef þér líst vel á. 

 

 

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica