15. mars 2023

Ungmennaráð heimsmarkmiðanna

Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundaði um miðjan mars á Akureyri þar sem þau fóru m.a. yfir tillögur sínar sem afhentar verða ríkisstjórninni í apríl. 

Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fór til Akureyrar til að vinna að tillögum sínum sem ráðgert er að þau afhendi ríkisstjórninni í apríl.

Ungmennaráðið hittist að jafnaði 6 sinnum á ári og hafa þeir fundir verið á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni ákvað ráðið að breyta til og funda á á Akureyri að þessu sinni.

Ungmennin unnu að tillögum sínum í hópavinnu og ræddu um hvernig best væri að koma þeim á framfæri. Meðal málefna sem voru til umræðu voru skólamál, mannréttindamál og umhverfismál.

Einnig áttu þau fund með ungmennaráði Akureyrar til að dýpka samtalið og fá reynslu fleiri barna og ungmenna með inn í samtalið

Nánari upplýsingar um ungmennaráð heimsmarkmiða er að finna á vefsíðu ráðsins og einnig er hægt að fylgjast með störfum þess á Facebook síðu ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

Image

Image2


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica