20. mars 2023

Mannabreytingar á skrifstofunni

Mannabreytingar hafa orðið á starfsliði umboðsmanns barna en Hafdís Una Guðnýjardóttir, lögfræðingur hóf störf hjá embættinu í byrjun mars. 

Í byrjun árs hætti Stella Hallsdóttir, lögfræðingur, störfum hjá embættinu og hóf störf hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Við þökkum Stellu kærlega fyrir góð störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi. 

Þá hefur Guðríður Bolladóttir, yfirlögfræðingur, hætt störfum og hafið störf hjá heilbrigðisráðuneytinu. Við þökkum Guðríði kærlega fyrir góð störf í þágu embættisins en hún hefur leitt fjölmörg verkefni á undanförnum árum við góðan orðstýr. Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi. 

Hafdís Una, er með BA. og MA. próf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið námsvist við Columbia háskóla í New York þar sem hún lagði stund á mannréttindi og alþjóðarétt. Hún starfaði áður hjá barna- og fjölskyldustofu og hefur víðtæka reynslu af málefnum tengt barnavernd. Við bjóðum Hafdísi Unu hjartanlega velkomna til starfa. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica