Fréttir: 2016 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

8. nóvember 2016 : Menntamálastofnun stofnar ungmennaráð

Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar. Í ráðinu sitja fulltrúar Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, umboðsmanns barna, UMFÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

3. nóvember 2016 : Krakkakosningar að baki

Eitt af þeim verkefnum sem umboðsmaður barna er hvað stoltastur af eru Krakkakosningar sem er samstarfsverkefni embættisins og KrakkaRÚV. Krakkakosningar fóru fyrst fram í tengslum við forsetakosningarnar í júní 2016 og svo aftur í kringum Alþingiskosningarnar sem fram fóru 29. október sl.

31. október 2016 : Fræðslumyndband fyrir börn um ofbeldi

Kvennathvarfið hefur gefið út fræðslumyndband fyrir börn um ofbeldi.

28. október 2016 : Barnabók um réttindi barna

Nýlega var gefin út barnabók sem var skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Bókinni er ætlað að vera hvatning fyrir foreldra og aðra forsjáraðila til þess að lesa með börnum sínum og ræða við þau um réttindi sín.

24. október 2016 : Krakkakosningar á ný

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna standa fyrir krakkakosningum í tilefni af Alþingiskosningum 29. október nk. Sérstakur vefur -krakkaruv.is/krakkanosningar - hefur verið opnaður af því tilefni.

17. október 2016 : Verkefnið Barnvæn sveitarfélög kynnt

Umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi hafa nú opnað vefsíðuna Barnvæn sveitarfélag. Vefsíðan var formlega opnuð á Akureryi fyrr í dag, en þar er að finna upplýsingar um innleiðingu Barnasáttmálams.

12. október 2016 : Krakkafræðsla fyrir alþingismenn

Umboðsmaður barna, Krakkarúv og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hafa staðið að samstarfsverkefni í tengslum við komandi Alþingiskosningar. Verkefnið miðar að því að auka samskipti barna við ráðamenn og sömuleiðis að fræða þá um réttindi barna.

7. október 2016 : Myndbönd um nemendafélög og skólaráð

SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli hafa látið gera hreyfimyndir um skólaráð og nemendafélög í grunnskólum. Myndböndin voru frumsýnd í Breiðholtsskóla miðvikudaginn 5. október.

5. október 2016 : Frumsýning á myndböndum um nemendafélög og skólaráð

Í dag frumsýna SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli með stuðningi Reykjavíkurborgar, myndband um nemendafélög í grunnskólum og myndband um skólaráð í grunnskólum.
Síða 2 af 9

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica